Ríkisstjórnin ræddi verkfallið 9. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi að kennaraverkfallið hafi verið rætt á fundinum, en ekki lagasetning. Hann sagði að málið væri alvarlegt en eðlilegt væri að gefa samningamönnum einhvern tíma til að reyna að ná sáttum. Verkfall grunnskólakennara hófst aftur á miðnætti og hefur næsti samningafundur í deilu kennara og sveitarfélaga verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara á morgun. Eftir að ljóst varð síðdegis í gær að kennarar höfðu kolfellt sáttatillögu Ríkissáttasemjara lögðu báðir aðilar fram hugmyndir til lausnar, en svo ólíkar að viðræður um þær skiluðu engum árangri. Í tillögu sveitarfélaga var gert ráð fyrir 26 prósenta kostnaðarauka vegna nýrra samninga en í tillögu kennara 35 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Það er því engin lausn í sjónmáli og með öllu óljóst hversu lengi verkfallið getur staðið. Samkvæmt lögfræðiáliti sem Kennarasambandið leitaði sér standa áfram þær undanþágur sem verkfallsnefnd var búin að veita áður en verkfallinu var frestað. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi að kennaraverkfallið hafi verið rætt á fundinum, en ekki lagasetning. Hann sagði að málið væri alvarlegt en eðlilegt væri að gefa samningamönnum einhvern tíma til að reyna að ná sáttum. Verkfall grunnskólakennara hófst aftur á miðnætti og hefur næsti samningafundur í deilu kennara og sveitarfélaga verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara á morgun. Eftir að ljóst varð síðdegis í gær að kennarar höfðu kolfellt sáttatillögu Ríkissáttasemjara lögðu báðir aðilar fram hugmyndir til lausnar, en svo ólíkar að viðræður um þær skiluðu engum árangri. Í tillögu sveitarfélaga var gert ráð fyrir 26 prósenta kostnaðarauka vegna nýrra samninga en í tillögu kennara 35 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Það er því engin lausn í sjónmáli og með öllu óljóst hversu lengi verkfallið getur staðið. Samkvæmt lögfræðiáliti sem Kennarasambandið leitaði sér standa áfram þær undanþágur sem verkfallsnefnd var búin að veita áður en verkfallinu var frestað.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira