Framtíð NBA boltans Þórlindur Kjartansson skrifar 11. nóvember 2004 00:01 Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar