Erlent

Gonzales í stað Ashcroft

George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas. Gonzales var lykilmaður í sumum umdeildustu atriðum stríðsins gegn hryðjuverkum. Þannig færði hann rök fyrir því að alþjóðalög um vernd stríðsfanga giltu ekki um fanga sem teknir væru í stríðinu gegn hryðjuverkum. Gagnrýnendur Gonzales segja það hafa átt þátt í fangamisþyrmingum í Abu Ghraib.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×