Getum ekki samþykkt gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 "Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. Launanefndin hafnaði á miðvikudag hugmyndum samninganefndar kennara um að leggja ágreining þeirra í gerðardóm: "Við í launanefndinni getum ekki samþykkt að viðræður í gerðardómi um kaup og kjör grunnskólakennara byggi á fyrirmynd framhaldsskóla," segir Gunnar. Séu menn sammála um innihald viðræðna í gerðardómi sé lykillinn að lausn deilunnar fundinn. Gunnar segir þó ekki alla nótt úti um að deilan fari í gerðardóm: "Ef ríkisstjórnin setur lög sem kveða á um að málið fari í gerðardóm er það úr okkar höndum." Gunnar segir bágan efnahag margra sveitarfélaga ekki ástæðu þess að launanefndin sé ekki tilbúin að teygja sig lengra en miðlunartillagan kvað á um: "Það er ekki eðlilegt að blanda saman einstakri kjaradeilu við tiltekinn hóp starfsmanna okkar og almennu efnahagslífi sveitarfélaganna," segir Gunnar: "Við höfum bent á að við erum að semja við leikskólakennara. Þeir bera sig saman við grunnskólakennara. Grunnskólakennarar bera sig saman við framhaldsskólakennara og svo koll af kolli." Hann sjái ekki forsendu til þess að laun kennara þurfi að hækka umfram aðrar starfsstéttir: "Meginatriðið er að kaupmáttur launa sé varðveittur. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
"Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. Launanefndin hafnaði á miðvikudag hugmyndum samninganefndar kennara um að leggja ágreining þeirra í gerðardóm: "Við í launanefndinni getum ekki samþykkt að viðræður í gerðardómi um kaup og kjör grunnskólakennara byggi á fyrirmynd framhaldsskóla," segir Gunnar. Séu menn sammála um innihald viðræðna í gerðardómi sé lykillinn að lausn deilunnar fundinn. Gunnar segir þó ekki alla nótt úti um að deilan fari í gerðardóm: "Ef ríkisstjórnin setur lög sem kveða á um að málið fari í gerðardóm er það úr okkar höndum." Gunnar segir bágan efnahag margra sveitarfélaga ekki ástæðu þess að launanefndin sé ekki tilbúin að teygja sig lengra en miðlunartillagan kvað á um: "Það er ekki eðlilegt að blanda saman einstakri kjaradeilu við tiltekinn hóp starfsmanna okkar og almennu efnahagslífi sveitarfélaganna," segir Gunnar: "Við höfum bent á að við erum að semja við leikskólakennara. Þeir bera sig saman við grunnskólakennara. Grunnskólakennarar bera sig saman við framhaldsskólakennara og svo koll af kolli." Hann sjái ekki forsendu til þess að laun kennara þurfi að hækka umfram aðrar starfsstéttir: "Meginatriðið er að kaupmáttur launa sé varðveittur.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent