Börn í þrældómi 15. nóvember 2004 00:01 Um sextíu milljón börn á Indlandi vinna fulla vinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni og ættingjum. Börn allt frá sex ára aldri vinna frá morgni til kvölds fyrir lítinn sem engan pening og oft fá þau ekkert fyrir vinnuna. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að 245 milljónir barna á aldrinum fimm til sautján ára í heiminum, eða eitt af hverjum sex börnum, séu við störf sem teljast óhæf fyrir börn. Þar af eru rúmlega átta milljónir barna í nauðungarvinnu, í hernaði eða í kynlífsiðnaðinum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur birt skýrslu um stöðu þessara mála en þessa daga stendur yfir ráðstefna á Indlandi um vinnu barna og unglinga og hvað sé hægt að gera í þessu vandamáli. Verkalýðsfélög á Indlandi berjast ötullega fyrir réttindum barna. Þau vilja að börn fái rétt til að sækja skóla í stað þess að vinna myrkranna á milli. Í skýrslunni kemur fram að börn vinna sem verkamenn til sveita á Indlandi, sem vinnufólk á heimilum, við að vefa mottur og selja, sem verkafólk í verksmiðjum og grjótnámum og margt, margt fleira. Enn fremur kemur fram að allt að hundrað þúsund börn vinna við teppagerð á Indlandi, eða fjörutíu prósent af öllum starfsmönnum í þeirri atvinnugrein. Börnin vinna oft tólf tíma eða lengur á hverjum degi. Í skýrslunni segir að þetta sé afleiðing mikillar fátæktar en allt að 400 milljón manna á Indlandi lifa undir fátæktarmörkum. Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Um sextíu milljón börn á Indlandi vinna fulla vinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni og ættingjum. Börn allt frá sex ára aldri vinna frá morgni til kvölds fyrir lítinn sem engan pening og oft fá þau ekkert fyrir vinnuna. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að 245 milljónir barna á aldrinum fimm til sautján ára í heiminum, eða eitt af hverjum sex börnum, séu við störf sem teljast óhæf fyrir börn. Þar af eru rúmlega átta milljónir barna í nauðungarvinnu, í hernaði eða í kynlífsiðnaðinum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur birt skýrslu um stöðu þessara mála en þessa daga stendur yfir ráðstefna á Indlandi um vinnu barna og unglinga og hvað sé hægt að gera í þessu vandamáli. Verkalýðsfélög á Indlandi berjast ötullega fyrir réttindum barna. Þau vilja að börn fái rétt til að sækja skóla í stað þess að vinna myrkranna á milli. Í skýrslunni kemur fram að börn vinna sem verkamenn til sveita á Indlandi, sem vinnufólk á heimilum, við að vefa mottur og selja, sem verkafólk í verksmiðjum og grjótnámum og margt, margt fleira. Enn fremur kemur fram að allt að hundrað þúsund börn vinna við teppagerð á Indlandi, eða fjörutíu prósent af öllum starfsmönnum í þeirri atvinnugrein. Börnin vinna oft tólf tíma eða lengur á hverjum degi. Í skýrslunni segir að þetta sé afleiðing mikillar fátæktar en allt að 400 milljón manna á Indlandi lifa undir fátæktarmörkum.
Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira