Fiskur í hátíðarbúningi 15. nóvember 2004 00:01 Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur. Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur.
Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira