Lögreglumaður dæmdur í fangelsi 15. nóvember 2004 00:01 Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira