Mun langamma hressast? Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. nóvember 2004 00:01 Þegar fólk skrifar um Edduverðlaunin hefur það í gegnum árin átt það til að missa sig út í tuð og nöldur um að verðlaunin og afhending þeirra sé innihaldslaust skrum sem þjóni engum tilgangi öðrum en að leyfa sjálfhverfustu starfstéttum landsins að baða sig í hégómanum og klappa sjálfum sér lof í lófa. Ég hef sjálfur gert mig sekan um þetta og sagði meðal annars á Strik.is árið 2000 að það væri til margs um það hversu fátæklegur íslenski sjóbissnissinn væri að sömu myndirnar og sama fólkið tókst á um öll helstu verðlaunin. Verðlaunin væru svo strax komin í ameríska Óskarsverðlaunafasann og ein og sama myndin hirti verðlaun fyrir bestu leikara, leikstjórn og bestu myndina. Þessi staðreynd yrði svo til þess að þeir Ingvar E. Sigurðsson, Friðrik Þór Friðriksson og Baltasar Kormákur myndu á nokkrum árum fylla heilu arinhillurnar af Eddustyttum. Í framhaldinu stakk ég upp á því að verðlaunin yrðu veitt á svona eins og 10 ára fresti til þess að leyfa nýju blóði að blandast kólesterólmettaðri eðjunni sem fyrir væri. Ég ætla ekki að viðurkenna það að ég hafi alfarið farið með rangt mál fyrir fjórum árum en viðurkenni þó nú að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsbransinn hefur fullan rétt á að halda svona verðlaunahátíðir og það er ekkert að því að viðurkenna þá sem þykja standa fremstir meðal jafninga á hverju ári. Þá er ekkert að því að hafa smá glamúr í kringum þetta þar sem þessar flóknu og merkilegu greinar sem blanda saman iðnaði og list þrífast á athygli og áhuga neytenda. Bandaríkjamenn kunna öðrum þjóðum fremur að trana þessu efni fram og því er fullkomlega eðlilegt að farið sé að fordæmi þeirra.Óskarsverðlaunin hafa að vísu fyrir löngu misst allt gildi sem viðurkenning á hæfileikum fólks og gæðum kvikmynda en þau virka vel á markaðinn. Það er ekkert sem segir að Eddan þurfi að hljóta sömu örlög þó hún sé afhent með smá Hollíwoodstæl og tilvist þessara verðlauna þarf ekki frekari réttlætingu en þá að þessi sívaxandi, kviki og frjói bransi þarf á allri athygli að halda. Þannig var ánægjulegt að heyra ákveðinn tón á Edduverðlaununum og þótt fólk væri að fagna og gleðjast voru ekki haldnar dæmigerðar tyllidagaræður og þess krafist, á penan hátt, að stjórnvöld og fleiri þyrftu að sýna menningarlegu gildi íslenskrar kvikmyndagerðar meiri virðingu - fyrst og fremst með fjárframlögum. Þetta er gott mál. Það sem fékk mig helst til að staldra við eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var hvert nokkrar Eddur skiluðu sér. Ingvar E. Sigurðsson var vel að sinni Eddu kominn og á meðan hann er einfaldlega besti leikari landsins verður það að teljast fullkomlega eðlilegt að hann eignist fleiri styttur en kollegar sínir. Þá væri það vitaskuld óðs manns æði að ætla að amast við því að stórleikkonan Kristbjörg Kjeld hafi fengið verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki, að Spaugstofan hafi fengið verðlaun fyrir besta skemmtiþáttinn og Ómar Ragnarsson hlotið Edduna sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Sjálfur hafði ég að vísu veðjað á að Ilmur Kristjánsdóttir fengi verðlaun fyrir aukaleik í Dís og gerði meira en að veðja. Ég taldi hreinlega ekkert annað koma til greina. Það hefur ekkert með leik Kristbjargar að gera enda var hún í toppformi í Kaldaljósi en sennilega hef ég einhvern veginn reiknað með því að ungir og ferskir talentar ættu frekar inni fyrir verðlaunum en fólk sem hefur margsannað sig.Spaugstofumenn hafa til að mynda unnið þrekvirki í sjónvarpsgríni síðustu tvo áratugina en hafa verið á hraðri niðurleið undanfarin misseri. Þeir eiga allan heiður skilið en áttu þeir endilega inni fyrir Eddunni í ár?Ómar Ragnarsson gat ekki leynt undrun sinni þegar hann tók við Eddunni fyrir vinsælasta sjónvarpsmanninn. Ómar hefur áður fengið verðlaun sem fréttamaður ársins og er þar fyrir utan löngu kominn í sérklassa. Hann hefur líklega gengið út frá því sem vísu að yngra fólk myndi hreppa hnossið að þessu sinni. Ég legg áherslu á að það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að þetta ágætisfólk hafi fengið verðlaunin en lýsi um leið yfir áhyggjum af því að þessar niðurstöður geti gefið tóninn fyrir verðlaun framtíðarinnar og sú hefð komist fljótlega á að litið verði á Edduna sem eðlilegt klapp á bakið fyrir vel unnin störf í gegnum árin frekar en að þau geti verið lyftistöng fyrir ungt hæfileikafólk sem er að hefja feril sinn. Þessi hugsunarvilla er rótgróin í öðrum menningarkimum og sést best á rithöfundalaunum en fólk kemst yfirleitt ekki á þau fyrr en það hefur komið ár sinni vel fyrir borð á efri árum á meðan yngri höfundar hanga á horriminni. Eddan sækir nafn sitt í fornan menningararf og verk Snorra Sturlusonar en eins og flestir vita merkir orðið “edda” langamma og í því ljósi og niðurstöðum verðlaunanna má velta því fyrir sér hvort Eddan sé að verða of gömul?Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar fólk skrifar um Edduverðlaunin hefur það í gegnum árin átt það til að missa sig út í tuð og nöldur um að verðlaunin og afhending þeirra sé innihaldslaust skrum sem þjóni engum tilgangi öðrum en að leyfa sjálfhverfustu starfstéttum landsins að baða sig í hégómanum og klappa sjálfum sér lof í lófa. Ég hef sjálfur gert mig sekan um þetta og sagði meðal annars á Strik.is árið 2000 að það væri til margs um það hversu fátæklegur íslenski sjóbissnissinn væri að sömu myndirnar og sama fólkið tókst á um öll helstu verðlaunin. Verðlaunin væru svo strax komin í ameríska Óskarsverðlaunafasann og ein og sama myndin hirti verðlaun fyrir bestu leikara, leikstjórn og bestu myndina. Þessi staðreynd yrði svo til þess að þeir Ingvar E. Sigurðsson, Friðrik Þór Friðriksson og Baltasar Kormákur myndu á nokkrum árum fylla heilu arinhillurnar af Eddustyttum. Í framhaldinu stakk ég upp á því að verðlaunin yrðu veitt á svona eins og 10 ára fresti til þess að leyfa nýju blóði að blandast kólesterólmettaðri eðjunni sem fyrir væri. Ég ætla ekki að viðurkenna það að ég hafi alfarið farið með rangt mál fyrir fjórum árum en viðurkenni þó nú að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsbransinn hefur fullan rétt á að halda svona verðlaunahátíðir og það er ekkert að því að viðurkenna þá sem þykja standa fremstir meðal jafninga á hverju ári. Þá er ekkert að því að hafa smá glamúr í kringum þetta þar sem þessar flóknu og merkilegu greinar sem blanda saman iðnaði og list þrífast á athygli og áhuga neytenda. Bandaríkjamenn kunna öðrum þjóðum fremur að trana þessu efni fram og því er fullkomlega eðlilegt að farið sé að fordæmi þeirra.Óskarsverðlaunin hafa að vísu fyrir löngu misst allt gildi sem viðurkenning á hæfileikum fólks og gæðum kvikmynda en þau virka vel á markaðinn. Það er ekkert sem segir að Eddan þurfi að hljóta sömu örlög þó hún sé afhent með smá Hollíwoodstæl og tilvist þessara verðlauna þarf ekki frekari réttlætingu en þá að þessi sívaxandi, kviki og frjói bransi þarf á allri athygli að halda. Þannig var ánægjulegt að heyra ákveðinn tón á Edduverðlaununum og þótt fólk væri að fagna og gleðjast voru ekki haldnar dæmigerðar tyllidagaræður og þess krafist, á penan hátt, að stjórnvöld og fleiri þyrftu að sýna menningarlegu gildi íslenskrar kvikmyndagerðar meiri virðingu - fyrst og fremst með fjárframlögum. Þetta er gott mál. Það sem fékk mig helst til að staldra við eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var hvert nokkrar Eddur skiluðu sér. Ingvar E. Sigurðsson var vel að sinni Eddu kominn og á meðan hann er einfaldlega besti leikari landsins verður það að teljast fullkomlega eðlilegt að hann eignist fleiri styttur en kollegar sínir. Þá væri það vitaskuld óðs manns æði að ætla að amast við því að stórleikkonan Kristbjörg Kjeld hafi fengið verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki, að Spaugstofan hafi fengið verðlaun fyrir besta skemmtiþáttinn og Ómar Ragnarsson hlotið Edduna sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Sjálfur hafði ég að vísu veðjað á að Ilmur Kristjánsdóttir fengi verðlaun fyrir aukaleik í Dís og gerði meira en að veðja. Ég taldi hreinlega ekkert annað koma til greina. Það hefur ekkert með leik Kristbjargar að gera enda var hún í toppformi í Kaldaljósi en sennilega hef ég einhvern veginn reiknað með því að ungir og ferskir talentar ættu frekar inni fyrir verðlaunum en fólk sem hefur margsannað sig.Spaugstofumenn hafa til að mynda unnið þrekvirki í sjónvarpsgríni síðustu tvo áratugina en hafa verið á hraðri niðurleið undanfarin misseri. Þeir eiga allan heiður skilið en áttu þeir endilega inni fyrir Eddunni í ár?Ómar Ragnarsson gat ekki leynt undrun sinni þegar hann tók við Eddunni fyrir vinsælasta sjónvarpsmanninn. Ómar hefur áður fengið verðlaun sem fréttamaður ársins og er þar fyrir utan löngu kominn í sérklassa. Hann hefur líklega gengið út frá því sem vísu að yngra fólk myndi hreppa hnossið að þessu sinni. Ég legg áherslu á að það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að þetta ágætisfólk hafi fengið verðlaunin en lýsi um leið yfir áhyggjum af því að þessar niðurstöður geti gefið tóninn fyrir verðlaun framtíðarinnar og sú hefð komist fljótlega á að litið verði á Edduna sem eðlilegt klapp á bakið fyrir vel unnin störf í gegnum árin frekar en að þau geti verið lyftistöng fyrir ungt hæfileikafólk sem er að hefja feril sinn. Þessi hugsunarvilla er rótgróin í öðrum menningarkimum og sést best á rithöfundalaunum en fólk kemst yfirleitt ekki á þau fyrr en það hefur komið ár sinni vel fyrir borð á efri árum á meðan yngri höfundar hanga á horriminni. Eddan sækir nafn sitt í fornan menningararf og verk Snorra Sturlusonar en eins og flestir vita merkir orðið “edda” langamma og í því ljósi og niðurstöðum verðlaunanna má velta því fyrir sér hvort Eddan sé að verða of gömul?Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun