Húfur í öllum litum 18. nóvember 2004 00:01 Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira