33% kjarabætur hjá kennurum 19. nóvember 2004 00:01 Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira