Lágreist brú besti kosturinn 22. nóvember 2004 00:01 Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent