Breytti um lífsstíl 13. október 2005 15:02 "Ég hef æft óreglulega í gegnum tíðina og tekið mig á þegar ég er komin út á ystu nöf og í hálfgert óefni. Fyrir um fimm vikum tók ég mig taki og hef verið að æfa í Orkuverinu í Egilshöll sem er ný líkamsræktarstöð. Þar hef ég æft í samráði við einkaþjálfa. Ég lyfti þrisvar sinnum í viku og brenni þess á milli. Ég hvíli í einn dag og hef auðvitað einn nammidag í viku," segir Sigga. Sigga getur varla lýst þessari lífsstílsbreytingu sem hefur átt sér stað síðan hún byrjaði að æfa. "Líf mitt hefur gjörsamlega breyst. Þetta er í fyrsta sinn sem mér hefur tekist að skipta algjörlega um lífsstíl. Ég tek líka á þessu á heilbrigðan og venjulegan átt. Ég er alltaf borðandi, aldrei svöng og ég fer ekki út í öfgar. Mér finnst virkilega að ég hafi náð tökum á mataræðinu til frambúðar og ég tel að þessi lífsstíll sé kominn til að vera." Siggu hefur aldrei liðið betur í eigin holdi og heyrist það á henni þar sem hún er afskaplega létt í lund og greinilega lífsglöð. "Ég er mun orkumeiri og ánægðari. Þetta er búið að vera æðislegt en líka mjög erfitt. Ég er mikill sælkeri og finnst gaman að narta á kvöldin og það tók tíma að breyta út af og borða hollari mat. Ég var týpan sem fékk sér pítsu, kók og nammi yfir Idolinu á föstudagskvöldum en núna poppa ég bara í mínum eigin potti. Ég er samt ekki á mjög stífu mataræði. Ég borða á tveggja tíma fresti ýmist hollan heimilismat, Cheerios og fjörmjólk, skyr eða ávexti. En ég er búin að missa kíló og sentímetra og farin að passa í gömlu fötin mín aftur, það er engu líkt. Ég held þessu áfram." "Ég tel að það sé lífsnauðsynlegt að breyta um lífsstíl til frambúðar en ekki bara í átaki fyrir jólin eða árshátíðina," segir Sigga en henni finnst afar mikilvægt að hafa einkaþjálfara sér við hlið. "Einkaþjálfarinn heldur manni gangandi og kennir manni ýmislegt um mataræðið. Hann kennir manni einnig hvað á að gera varðandi æfingar og fræðir mann um ýmislegt fleira. Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hef æft óreglulega í gegnum tíðina og tekið mig á þegar ég er komin út á ystu nöf og í hálfgert óefni. Fyrir um fimm vikum tók ég mig taki og hef verið að æfa í Orkuverinu í Egilshöll sem er ný líkamsræktarstöð. Þar hef ég æft í samráði við einkaþjálfa. Ég lyfti þrisvar sinnum í viku og brenni þess á milli. Ég hvíli í einn dag og hef auðvitað einn nammidag í viku," segir Sigga. Sigga getur varla lýst þessari lífsstílsbreytingu sem hefur átt sér stað síðan hún byrjaði að æfa. "Líf mitt hefur gjörsamlega breyst. Þetta er í fyrsta sinn sem mér hefur tekist að skipta algjörlega um lífsstíl. Ég tek líka á þessu á heilbrigðan og venjulegan átt. Ég er alltaf borðandi, aldrei svöng og ég fer ekki út í öfgar. Mér finnst virkilega að ég hafi náð tökum á mataræðinu til frambúðar og ég tel að þessi lífsstíll sé kominn til að vera." Siggu hefur aldrei liðið betur í eigin holdi og heyrist það á henni þar sem hún er afskaplega létt í lund og greinilega lífsglöð. "Ég er mun orkumeiri og ánægðari. Þetta er búið að vera æðislegt en líka mjög erfitt. Ég er mikill sælkeri og finnst gaman að narta á kvöldin og það tók tíma að breyta út af og borða hollari mat. Ég var týpan sem fékk sér pítsu, kók og nammi yfir Idolinu á föstudagskvöldum en núna poppa ég bara í mínum eigin potti. Ég er samt ekki á mjög stífu mataræði. Ég borða á tveggja tíma fresti ýmist hollan heimilismat, Cheerios og fjörmjólk, skyr eða ávexti. En ég er búin að missa kíló og sentímetra og farin að passa í gömlu fötin mín aftur, það er engu líkt. Ég held þessu áfram." "Ég tel að það sé lífsnauðsynlegt að breyta um lífsstíl til frambúðar en ekki bara í átaki fyrir jólin eða árshátíðina," segir Sigga en henni finnst afar mikilvægt að hafa einkaþjálfara sér við hlið. "Einkaþjálfarinn heldur manni gangandi og kennir manni ýmislegt um mataræðið. Hann kennir manni einnig hvað á að gera varðandi æfingar og fræðir mann um ýmislegt fleira.
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira