Var listin í aukahlutverki? 13. október 2005 15:02 Hinn 28. september síðastliðinn birtist eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Þúsund ára ísjaki stal senunni":Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. Ísjakinn sem fluttur hafði verið með ærinni fyrirhöfn frá Jökulsárlóni til Parísar var smellur eins og sagt er. Hann vakti að sögn óskipta athygli þeirra sem leið áttu framhjá vísindasafninu. Hugsa sér að vatnið í þessum ísjaka skuli hafa fallið sem regn fyrir þúsund árum! Vá! Íslenskir embættismenn, stjórnmálamenn og kaupsýslumenn, sem mættir voru til að taka þátt í samkvæmislífinu sem fylgdi menningarkynningunni í borginni, og svo nokkrir listamenn sem fengu að fljóta með, höfðu ástæðu til að fagna. Snjöll hugmynd virtist hafa hitt í mark. En hvert var annars markið? Til hvers var þetta gert? Slíkar spurningar vöknuðu hjá einstaka manni meðan á hátíðarhöldunum stóð. Það heyrðust jafnvel efasemdir um tilgang slíkra kynninga. En gleðikór þátttakenda og skipuleggjenda var fljótur að yfirgnæfa úrtöluraddirnar. Og núna tveimur mánuðum seinna hefði mátt ætla að slíkt tal væri gleymt og grafið og eftir sæti aðeins ljúf endurminning úr fjölmiðlum um smellinn sem að vísu var fljótur að bráðna og renna sína leið í holræsi Parísar en hlaut að hafa minnt Frakka á að hér norður á hjara veraldar hefði menningarþjóð búið í þúsund ár. En þá er málið vakið upp aftur í skorinyrtri ádeilugrein á allt heila fyrirtækið. Það er Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sem kveður sér hljóðs í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar (4:2004) og er bara alls ekkert ánægð. Hér verður sagt frá sjónarmiðum hennar og eru lesendur hvattir til að taka þátt í umræðum um þau á þessari síðu. Margrét Elísabet segir að menningarkynningin hafi verið óljós blanda af listviðburðum, landkynningu og markaðssetningu fyrirtækja. "Það er eins og menning og listir séu aldrei nóg í sjálfu sér," skrifar hún. "Það þarf alltaf að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orkustofnanir. Opinberi menningargeirinn virðist ófær um að skilgreina menningu okkar án þess að skoða hann fyrst í speglum sem aðrir rétta fram. Á máli sjálfshjálparsálfræðinnar nefnist það léleg sjálfsmynd að geta ekki ákveðið sjálfur hver maður er." Og Margrét heldur áfram: "Hvernig stendur á því að ókleift reyndist að setja upp alvöru menningarhátíð í París og þá á ég við menningarhátíð sem ekki er stillt upp sem leiktjöldum fyrir eitthvað annað? Vissulega hefði verið erfiðara að koma listum í áttafréttirnar en ísjaka en það hefði líka verið alvöru viðfangsefni, alvöru verkefni að takast á við og leysa". Margrét skrifar: "Ein ástæða þess að kynning á íslenskri menningu á erlendri grund skilar litlum sem engum árangri ef frá er talin umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum er sá að hvorki listaverkunum né listamönnunum er treyst. Og ef eitthvað getur fengið franska menningargeirann til að svelgjast á er það slíkt vantraust. Því ef einhver þjóð veit hvernig á að halda menningunni á lofti á eigin forsendum þá eru það Frakkar. Og þá erum við komin að lykilatriðinu ætli menn að tala um listir og menningu við Frakka. Það er að kunna að tala um einstök listaverk án þess að minnast á ísjaka og eldgos, goshveri og úfið hraun. Það er að kunna að skilja hraunið frá málverkinu jafnvel þótt málverkið sé af hrauni". Margrét er þungorð í garð embættismanna í menningargeiranum. "Íslenski listheimurinn er orðinn hundleiður á því að í hvert skipti sem listviðburðir eru skipulagðir erlendis af opinberum stofnunum eða styrktir af þeim eru þeir jafnframt notaðir sem tylliástæða fyrir starfsmenn stofnananna til að komast til útlanda. Til að réttlæta ferðalögin virðist síðan nauðsynlegt að breyta menningarviðburðunum í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu, lambakjöt, vatn eða vetni". Lokaorðin í hugvekju Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í Tímariti Máls og menningar eru þessi: "Framkvæmd menningarhátíðarinnar í París sýnir svart á hvítu að opinberi menningargeirinn treystir ekki eigin menningu. Hann skortir trú á listamenn þjóðarinnar og fyllir í staðinn þá sem sækja landið heim af stöðluðum klisjum. Hann kynnir listaverk þjóðarinnar eins og þau tilheyri fornri víkingamenningu en ekki vestrænum samtíma. Menntamálaráðuneytið kemur á laggirnar menningarhátíð, sem er í rauninni alveg frábært, en í staðinn fyrir að lyfta listinni á stall er henni ýtt út í horn og í staðinn sett upp aðalsýning með ísjökum og eldfjöllum. Þetta er óþolandi. Það er löngu kominn tími til að opinberi menningargeirinn átti sig á því að ef ætlunin er að koma íslenskri menningu og listum á framfæri í útlöndum þá verður að skilja fyrirtæki, ferðaþjónustu og ráðuneytisfólk eftir heima en fara út með listamenn og talsmenn þeirra". Og nú eigum við heimtingu á að heyra viðbrögð "opinbera menningargeirans". Skoðanir á Vísi.is standa honum opnar til andsvara.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Hinn 28. september síðastliðinn birtist eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Þúsund ára ísjaki stal senunni":Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. Ísjakinn sem fluttur hafði verið með ærinni fyrirhöfn frá Jökulsárlóni til Parísar var smellur eins og sagt er. Hann vakti að sögn óskipta athygli þeirra sem leið áttu framhjá vísindasafninu. Hugsa sér að vatnið í þessum ísjaka skuli hafa fallið sem regn fyrir þúsund árum! Vá! Íslenskir embættismenn, stjórnmálamenn og kaupsýslumenn, sem mættir voru til að taka þátt í samkvæmislífinu sem fylgdi menningarkynningunni í borginni, og svo nokkrir listamenn sem fengu að fljóta með, höfðu ástæðu til að fagna. Snjöll hugmynd virtist hafa hitt í mark. En hvert var annars markið? Til hvers var þetta gert? Slíkar spurningar vöknuðu hjá einstaka manni meðan á hátíðarhöldunum stóð. Það heyrðust jafnvel efasemdir um tilgang slíkra kynninga. En gleðikór þátttakenda og skipuleggjenda var fljótur að yfirgnæfa úrtöluraddirnar. Og núna tveimur mánuðum seinna hefði mátt ætla að slíkt tal væri gleymt og grafið og eftir sæti aðeins ljúf endurminning úr fjölmiðlum um smellinn sem að vísu var fljótur að bráðna og renna sína leið í holræsi Parísar en hlaut að hafa minnt Frakka á að hér norður á hjara veraldar hefði menningarþjóð búið í þúsund ár. En þá er málið vakið upp aftur í skorinyrtri ádeilugrein á allt heila fyrirtækið. Það er Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sem kveður sér hljóðs í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar (4:2004) og er bara alls ekkert ánægð. Hér verður sagt frá sjónarmiðum hennar og eru lesendur hvattir til að taka þátt í umræðum um þau á þessari síðu. Margrét Elísabet segir að menningarkynningin hafi verið óljós blanda af listviðburðum, landkynningu og markaðssetningu fyrirtækja. "Það er eins og menning og listir séu aldrei nóg í sjálfu sér," skrifar hún. "Það þarf alltaf að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orkustofnanir. Opinberi menningargeirinn virðist ófær um að skilgreina menningu okkar án þess að skoða hann fyrst í speglum sem aðrir rétta fram. Á máli sjálfshjálparsálfræðinnar nefnist það léleg sjálfsmynd að geta ekki ákveðið sjálfur hver maður er." Og Margrét heldur áfram: "Hvernig stendur á því að ókleift reyndist að setja upp alvöru menningarhátíð í París og þá á ég við menningarhátíð sem ekki er stillt upp sem leiktjöldum fyrir eitthvað annað? Vissulega hefði verið erfiðara að koma listum í áttafréttirnar en ísjaka en það hefði líka verið alvöru viðfangsefni, alvöru verkefni að takast á við og leysa". Margrét skrifar: "Ein ástæða þess að kynning á íslenskri menningu á erlendri grund skilar litlum sem engum árangri ef frá er talin umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum er sá að hvorki listaverkunum né listamönnunum er treyst. Og ef eitthvað getur fengið franska menningargeirann til að svelgjast á er það slíkt vantraust. Því ef einhver þjóð veit hvernig á að halda menningunni á lofti á eigin forsendum þá eru það Frakkar. Og þá erum við komin að lykilatriðinu ætli menn að tala um listir og menningu við Frakka. Það er að kunna að tala um einstök listaverk án þess að minnast á ísjaka og eldgos, goshveri og úfið hraun. Það er að kunna að skilja hraunið frá málverkinu jafnvel þótt málverkið sé af hrauni". Margrét er þungorð í garð embættismanna í menningargeiranum. "Íslenski listheimurinn er orðinn hundleiður á því að í hvert skipti sem listviðburðir eru skipulagðir erlendis af opinberum stofnunum eða styrktir af þeim eru þeir jafnframt notaðir sem tylliástæða fyrir starfsmenn stofnananna til að komast til útlanda. Til að réttlæta ferðalögin virðist síðan nauðsynlegt að breyta menningarviðburðunum í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu, lambakjöt, vatn eða vetni". Lokaorðin í hugvekju Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í Tímariti Máls og menningar eru þessi: "Framkvæmd menningarhátíðarinnar í París sýnir svart á hvítu að opinberi menningargeirinn treystir ekki eigin menningu. Hann skortir trú á listamenn þjóðarinnar og fyllir í staðinn þá sem sækja landið heim af stöðluðum klisjum. Hann kynnir listaverk þjóðarinnar eins og þau tilheyri fornri víkingamenningu en ekki vestrænum samtíma. Menntamálaráðuneytið kemur á laggirnar menningarhátíð, sem er í rauninni alveg frábært, en í staðinn fyrir að lyfta listinni á stall er henni ýtt út í horn og í staðinn sett upp aðalsýning með ísjökum og eldfjöllum. Þetta er óþolandi. Það er löngu kominn tími til að opinberi menningargeirinn átti sig á því að ef ætlunin er að koma íslenskri menningu og listum á framfæri í útlöndum þá verður að skilja fyrirtæki, ferðaþjónustu og ráðuneytisfólk eftir heima en fara út með listamenn og talsmenn þeirra". Og nú eigum við heimtingu á að heyra viðbrögð "opinbera menningargeirans". Skoðanir á Vísi.is standa honum opnar til andsvara.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun