Hver klukkutími eins og korter 13. október 2005 15:02 Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira