Niðurskurður umdeildur í Framsókn 28. nóvember 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag. Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag.
Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira