Vill leggja hegningarhúsið niður 29. nóvember 2004 00:01 Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent