Fækka slysum um 80-90% 29. nóvember 2004 00:01 Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira