Bætur vegna barnsláts fyrir dómi 3. desember 2004 00:01 Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira