Kröfur um frestun kosninga aukast 5. desember 2004 00:01 Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira