Gaman meðan starfið skilar árangri 6. desember 2004 00:01 Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman." Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman."
Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira