Þegar fer að kólna og blotna er gott að eiga viðeigandi fatnað sem heldur manni heitum og þurrum og það er alger óþarfi að fara í lummufasann þótt klæðnaðurinn taki mið af veðri.
Timberland-skórnir eru frábærir fyrir íslenska veðráttu og ekki skemmir að þeir eru til í ótal útfærslum og standast ströngustu tískukröfur.
Timberland-fyrirtækið var stofnað árið 1973 upp úr gömlu skófyrirtæki sem einungis framleiddi gróf og sterk leðurstígvél sem aðallega voru seld til verkamanna. Í upphafi voru sterkir vatnsheldir skór aðalsmerki Timberland en í lok áttunda áratugarins var bætt við framleiðsluna bátaskóm og hversdagslegri skóm. Eftir það fór boltinn að rúlla hratt og á níunda áratugnum var komin kvenlína, barnalína, fatalína og fylgihlutir og verslanir fyrirtækisins urðu eins konar lífstílsbúðir sem þær eru enn í dag.
Ein Timberland-verslun er hér á landi, í Kringlunni, og þar er hægt að fá hágæðaskó og fatnað á alla fjölskylduna.





