Hagsmunum stefnt í hættu Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2004 00:01 Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun