Lífgar upp Laugaveginn 16. desember 2004 00:01 "Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært." Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært."
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira