Ósáttir við að undankeppnina vanti 20. desember 2004 00:01 Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því." Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því."
Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira