Erfitt að bera kennsl á líkin 22. desember 2004 00:01 Marga daga tekur að bera kennsl á lík þeirra sem fórust í sprengjuárás á messatjald á herstöð í Írak í gær. Tuttugu og tveir fórust í árásinni. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvernig árásin á messatjaldið í Mósúl var gerð. Upphaflega var hermt að fjölda sprengna hefði verið varpað á stöðina með fyrrgreindum afleiðingum en hópur róttækra múslíma, Ansar al-Islam, lýsti tilræðinu á hendur sér og sagði sjálfsmorðssprengjumann hafa sprengt sig í loft upp við matartjaldið. Talsmenn hersins vilja ekki útiloka það og segja raunar taka marga daga að komast að því hvernig árásin var gerð og hverjir það eru sem fórust. Þó segja hermálayfirvöld í Bagdad að fjórtán bandarískir hermenn hafi farist, fjórir óbreyttir Bandaríkjamenn og fjórir írakskir þjóðvarðliðar. Sjötíu og tveir særðust í árásinni, margir hverjir alvarlega. Þetta er mannskæðasta árás á Bandaríkjaher frá því að stríðinu í Írak lauk. Árásin markar tímamót að því leyti að ekki hefur áður tekist að gera sambærilega árás á herstöð. Borgin Mósúl hefur að auki verið talin til þeirra svæða sem Bandaríkjamenn og írakskar sveitir hefðu á sínu valdi. Það var fyrst fyrir um mánuði síðan, í kjölfar átakanna í Fallujah, sem óróa varð vart í Mósúl. Uppreisnarmenn og skæruliðar birtust þá skyndilega, hröktu írakska lögreglumenn á flótta og lögðu borgina undir sig. Síðan hafa um tvöhundruð fallið í átökum þar. Hersveitir Bandaríkjamanna lokuðu í morgun helstu umferðaræðum út úr borginni og segja sjónarvottar meðal almennings að útgöngubann sé í gildi. Talsmenn Bandaríkjahers vildu ekki staðfesta það. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi árásina, sendi fjöldskyldum fallinna samúðarkveðjur og kvaðst sannfærður um að lýðræði og öryggi myndu hafa betur í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Marga daga tekur að bera kennsl á lík þeirra sem fórust í sprengjuárás á messatjald á herstöð í Írak í gær. Tuttugu og tveir fórust í árásinni. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvernig árásin á messatjaldið í Mósúl var gerð. Upphaflega var hermt að fjölda sprengna hefði verið varpað á stöðina með fyrrgreindum afleiðingum en hópur róttækra múslíma, Ansar al-Islam, lýsti tilræðinu á hendur sér og sagði sjálfsmorðssprengjumann hafa sprengt sig í loft upp við matartjaldið. Talsmenn hersins vilja ekki útiloka það og segja raunar taka marga daga að komast að því hvernig árásin var gerð og hverjir það eru sem fórust. Þó segja hermálayfirvöld í Bagdad að fjórtán bandarískir hermenn hafi farist, fjórir óbreyttir Bandaríkjamenn og fjórir írakskir þjóðvarðliðar. Sjötíu og tveir særðust í árásinni, margir hverjir alvarlega. Þetta er mannskæðasta árás á Bandaríkjaher frá því að stríðinu í Írak lauk. Árásin markar tímamót að því leyti að ekki hefur áður tekist að gera sambærilega árás á herstöð. Borgin Mósúl hefur að auki verið talin til þeirra svæða sem Bandaríkjamenn og írakskar sveitir hefðu á sínu valdi. Það var fyrst fyrir um mánuði síðan, í kjölfar átakanna í Fallujah, sem óróa varð vart í Mósúl. Uppreisnarmenn og skæruliðar birtust þá skyndilega, hröktu írakska lögreglumenn á flótta og lögðu borgina undir sig. Síðan hafa um tvöhundruð fallið í átökum þar. Hersveitir Bandaríkjamanna lokuðu í morgun helstu umferðaræðum út úr borginni og segja sjónarvottar meðal almennings að útgöngubann sé í gildi. Talsmenn Bandaríkjahers vildu ekki staðfesta það. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi árásina, sendi fjöldskyldum fallinna samúðarkveðjur og kvaðst sannfærður um að lýðræði og öryggi myndu hafa betur í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira