Árásin í Mosul sjálfsmorðsárás? 22. desember 2004 00:01 Bandarísk hermálayfirvöld rannsaka nú hvað olli því að sprenging varð í matsal bandarískrar herstöðvar í borginni Mosul í fyrradag. Tuttugu og tveir létust í árásinni, 18 Bandaríkjamenn og fjórir Írakar. Nú hafa meira en 1.300 bandarískir hermenn látist í Írak síðan innrásin var gerð. Í fyrstu var talið öruggt að flugskeyti hefði hæft matsalinn með fyrrgreindum afleiðinum. Nú eru einhverjar efasemdir uppi um það eftir að samtökin Ansar al-Sunnah, sem lýstu ábyrgð á árásinni, sögðu að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða. Auk hinna látnu særðust 72 í árásinni á matsalinn, þar af 51 Bandaríkjamaður. Bandarískur læknir, sem starfað hefur á hersjúkrahúsi í Mosul í ellefu mánuði, segist ekki hafa séð hermenn jafn illa særða og eftir þessa árás. Margir séu með mjög slæm brunasár og líkamar þeirra, andlit og augu illa farin eftir sprengjuflísar. Samkvæmt CNN höfðu bandarískir hermenn í herstöðinni lýst áhyggjum af því hversu berskjaldaðir þeir væri fyrir árás í matsalnum sem er mjög illa búinn. Hann er sagður líkjast mest einhvers konar tjaldbúðum. Hin herskáu samtök Ansar al-Sunnah eru talin hafa tengsl bæði við hryðuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi og al-Kaída. Samtökin, sem vilja að Írak verði stjórnað af bókstafstrúarmönnum samkvæmt islömskum lögum, hafa sagst standa að öðrum árásum í Írak sem og aftökum nokkurra gísla. Tiltölulega friðsælt var í Mosul, þriðju stærstu borg Íraks, eftir innrásina í fyrra. Á síðustu mánuðum hefur ástandið hins vegar farið síversnandi. Eftir innrás bandaríska hersins í Falluja, sem beindist gegn því að uppræta starfsemi uppreisnarmanna, hefur ástandið snarversnað í Mosul. Talið er að fjöldi uppreisnarmanna hafi flúið frá Falluja og hafi nú bækistöðvar í Mosul. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Bandarísk hermálayfirvöld rannsaka nú hvað olli því að sprenging varð í matsal bandarískrar herstöðvar í borginni Mosul í fyrradag. Tuttugu og tveir létust í árásinni, 18 Bandaríkjamenn og fjórir Írakar. Nú hafa meira en 1.300 bandarískir hermenn látist í Írak síðan innrásin var gerð. Í fyrstu var talið öruggt að flugskeyti hefði hæft matsalinn með fyrrgreindum afleiðinum. Nú eru einhverjar efasemdir uppi um það eftir að samtökin Ansar al-Sunnah, sem lýstu ábyrgð á árásinni, sögðu að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða. Auk hinna látnu særðust 72 í árásinni á matsalinn, þar af 51 Bandaríkjamaður. Bandarískur læknir, sem starfað hefur á hersjúkrahúsi í Mosul í ellefu mánuði, segist ekki hafa séð hermenn jafn illa særða og eftir þessa árás. Margir séu með mjög slæm brunasár og líkamar þeirra, andlit og augu illa farin eftir sprengjuflísar. Samkvæmt CNN höfðu bandarískir hermenn í herstöðinni lýst áhyggjum af því hversu berskjaldaðir þeir væri fyrir árás í matsalnum sem er mjög illa búinn. Hann er sagður líkjast mest einhvers konar tjaldbúðum. Hin herskáu samtök Ansar al-Sunnah eru talin hafa tengsl bæði við hryðuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi og al-Kaída. Samtökin, sem vilja að Írak verði stjórnað af bókstafstrúarmönnum samkvæmt islömskum lögum, hafa sagst standa að öðrum árásum í Írak sem og aftökum nokkurra gísla. Tiltölulega friðsælt var í Mosul, þriðju stærstu borg Íraks, eftir innrásina í fyrra. Á síðustu mánuðum hefur ástandið hins vegar farið síversnandi. Eftir innrás bandaríska hersins í Falluja, sem beindist gegn því að uppræta starfsemi uppreisnarmanna, hefur ástandið snarversnað í Mosul. Talið er að fjöldi uppreisnarmanna hafi flúið frá Falluja og hafi nú bækistöðvar í Mosul.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira