Menning

Nýr vaxtarstuðull ungbarna

Atli Dagbjartsson barnalæknir vinnur að gerð íslensks staðals sem koma á í stað þess sænska en athygli vekur að erlendu börnin eru ekki tekin inn í þá vinnu. "Þegar við vorum að gera þessar kúrfur höfðum við útlendinga ekki með. Við gerðum alveg íslenskan staðal til að ná þessu alveg." Þar að auki einskorðist frávikin frá normalkúrfunni hingað til ekki við börn sem eru af erlendu bergi brotin. "Til dæmis er höfuðstærð íslenskra barna meiri en þeirra sænsku." "Þetta eru í sjálfu sér heldur ekki svo mikil frávik að menn geti ekki notað hvaða staðal sem er," segir Atli. Hann bætir við að þegar vöxtur barna er skoðaður skiptir litlu máli hvar á kúrfunni þau séu ef vaxtarhraðinn sé eðlilegur. "Menn vita það vel í samfélaginu hvernig þessu er háttað."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×