Deilt um áreiðanleikann 3. nóvember 2005 06:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Ef einungis er litið til þeirra sem telja líklegt að þeir taki þátt í sjálfu prófkjörinu segjast 54 prósent vilja sjá Vilhjálm í fyrsta sæti en 46 prósent Gísla. Könnunin var gerð 5.-31. október og tóku 1.156 Reykvíkingar þátt. Svarhlutfall var um 62 prósent. Sé einungis litið til svarenda síðustu vikunnar, 243 manna, eru niðurstöðurnar í svipuðum dúr. Stuðningsmenn Gísla Marteins telja að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar þar sem elsti hluti svaranna sé of gamall og nýrri svör séu of fá. Þeirra eigin athuganir bendi til gagnstæðrar niðurstöðu og því segjast þeir fullir bjartsýni fyrir prófkjörið, sem hefst á morgun. "Þetta er könnun sem er gerð af Gallup og Gallup er virtasta fyrirtækið á sínu sviði á landinu og jafnvel í heiminum öllum. Könnunin er gerð út frá þeirra aðferðafræði og þar við situr," segir Hlynur Guðjónsson, kosningastjóri Vilhjálms um gagnrýni stuðningsmanna Gísla. Borgarstjórn Innlent Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Ef einungis er litið til þeirra sem telja líklegt að þeir taki þátt í sjálfu prófkjörinu segjast 54 prósent vilja sjá Vilhjálm í fyrsta sæti en 46 prósent Gísla. Könnunin var gerð 5.-31. október og tóku 1.156 Reykvíkingar þátt. Svarhlutfall var um 62 prósent. Sé einungis litið til svarenda síðustu vikunnar, 243 manna, eru niðurstöðurnar í svipuðum dúr. Stuðningsmenn Gísla Marteins telja að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar þar sem elsti hluti svaranna sé of gamall og nýrri svör séu of fá. Þeirra eigin athuganir bendi til gagnstæðrar niðurstöðu og því segjast þeir fullir bjartsýni fyrir prófkjörið, sem hefst á morgun. "Þetta er könnun sem er gerð af Gallup og Gallup er virtasta fyrirtækið á sínu sviði á landinu og jafnvel í heiminum öllum. Könnunin er gerð út frá þeirra aðferðafræði og þar við situr," segir Hlynur Guðjónsson, kosningastjóri Vilhjálms um gagnrýni stuðningsmanna Gísla.
Borgarstjórn Innlent Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira