Miklu betri en Beckham 9. nóvember 2005 08:00 Juninho getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. "Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
"Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira