Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni 24. nóvember 2005 08:30 Guðni greinir frá frægum samskiptum sínum við Guðjón Þórðarson í bókinni en hann er ekki ánægður með framkomu Guðjóns í sinn garð. fréttablaðið/valli Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira