Hefði Jón forseti bloggað? 4. janúar 2005 00:01 Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun