Splundra öllu sem á vegi verður 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira