Allir komnir heim 7. janúar 2005 00:01 26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira