Hámenning og lágmenning 10. janúar 2005 00:01 Okkur er tamt að tala um menningu sem einhvern afmarkaðan kima í þjóðfélaginu. Án þess svo sem að hafa skilgreint hvað við meinum tölum við um listgreinar sem hafa verið "lærðar" sem menningu og lítum framhjá því að allt sem tilheyrir manninum er menning, einfaldlega vegna þess að menning er dregið af orðinu "menn" sem er jú fleirtalan af maður. Tek það fram til þess að forðast allan misskilning að konur eru líka menn - og oft drengir góðir. Þessari menningu skiptum við síðan í hámenningu og lágmenningu. Með nefið upp í loft teljum við okkur þess umkomin að leggja niður landamærin af hroka og einfeldningshætti. Það sem gerist í leikhúsunum er hámenning, það sem gerist í bíó er lágmenning. Það sem er íslenskt er "auðvitað" hámenning. Það er ekki hægt annað en velta þessu fyrir sér þegar lesinn er leiðari Morgunblaðsins mánudaginn 10. janúar. Þar er íslensku lekhúsi hrósað fyrir hámenningu, enda átta íslensk stykki á fjölunum - en kvikmyndahúsum úthúðað fyrir flatneskju - og að sjálfsögðu lágmenningu. Hver er skilgreining leiðarahöfundar á menningu, hámenningu og lágmenningu? Er allt gott sem tekst að klúðra upp í leikhúsunum? Þarf ekki að uppfylla neinar gæðakröfur í vali á verkefnum, listrænum tökum og vinnubrögðum? Er nóg að verkið sé íslenskt - eða eftir einhvern sem hefur verið hampað í útlöndum, hvort sem hann á það skilið eða ekki? Leiðaraskrifari kvartar líka sáran yfir því að kvikmyndir gömlu meistaranna skuli ekki vera sýndar hér, þótt þær séu sýndar í löndunum allt í kringum okkur? Um hvaða gömlu meistara er hann að tala? Þurfa kvikmyndir að vera eftir "gamla" meistara til að hljóta náð fyrir hans hámenningaraugum? Ef svo er gæti hann fengið sér digital-áskrift. MGM sýndi Cat on a Hot Tin Roof með Liz Taylor og Paul Newman síðastliðið sunnudagskvöld. TNT sýnir stundum myndir frá þögla tímanum. Hvað með íslenskar kvikmyndir? Eru þær allar hámenning eins og íslensku leikritin átta sem nú eru á fjölunum? Hefur aldrei verið nein flatneskja í þeim? Eða þurfa þær að hafa náð vissum aldri til þess að geta talist hámenning? Eru þá kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og Ágústs Guðmundssonar hámenning en aðrar ekki? Þeir eru jú hinir eiginlegu "gömlu meistarar" í íslenskri kvikmyndagerð vorra tíma. Eða getur Ósvaldur Knudsen einn fallið undir skilgreininguna? Annað sem kynni að vera forvitnilegt að fá svör við er hvort leiðaraskrifari hafi séð allar kvikmyndirnar sem eru í boði í kvikmyndahúsunum þessa dagana. Er það þess vegna sem hann er þess umkominn að kveða upp úr um að allt sem er í kvikmyndahúsunum sé flatneskjuleg lágmenning? Með fullri virðingu fyrir "hámenningunni" í íslensku leikhúsunum, verð ég að viðurkenna að mér finnst leikárið hafa verið leiðinlegt fram til þessa. Kannski eru leiðindi hámenning - hvur veit. Það er aðeins eitt stykki sem stendur upp úr enn sem komið er, Böndin á milli okkar, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Vel skrifað verk, vel leikið, afbragðs góð leikstjórn, leikmynd sem þjónar verkinu vel. Sum stóru stykkin hafa verið illa skrifuð (t.d. Norður), jafnvel útdrættir úr bókum (t.d. Híbýli vindanna) og leikararnir þvælast um vondar leikmyndir með innihaldslausan texta. Ofan á allt saman hafa þau verið allt of löng, svo löng að maður stynur sáran meðáhorfendum sínum til samlætis. Það gengur ekki að hámenning sé annað hvort eitthvað sem er í leikhúsi, helst íslenskt eða gamalt. Það má vel vera að margt og misjafnt komi úr bandarískum kvikmyndasmiðjum (nánast allar kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum í dag eru þaðan), enda framleiðslan óheyrileg. Engu að síður eru kvikmyndir menning Bandaríkjanna, rétt eins og bókmenntir eru (eða hafa verið) menning Íslendinga. Það þýðir ekki að við getum sett okkur á háan hest og afgreitt alla þá sköpun sem á sér stað í bandarískri kvikmyndagerð sem lágmenningu. Við getum ekki heldur haldið því fram að allt sem er íslenskt sé hámenning. Leiklist og kvikmyndagerð eru hlutfallslega ungar listgreinar hér á landi, einkum íslensk leikritun. Henni hefur ekki verið sinnt sem skyldi fram til þessa. Vissulega er fagnaðarefni að íslensk leikrit skuli vera á fjölunum, en gerum okkur grein fyrir því að íslensk leikritun er í þróun - svo mikið hefur hún verið vanrækt. Við skyldum varast að setja okkur á háan hest gagnvart þeim sem eiga mun lengri hefð, að ekki sé talað um afköst, í þessum greinum. Við hljótum að þurfa að miða skilgreiningar okkar á hámenningu og lágmenningu við eitthvð annað en frá hvaða landi stykkið kemur eða hvar það birtist. Það væri til dæmis allt í lagi að miða við það hvort framleiðslan er vel eða illa unnin - og hvort hún hefur eitthvert innihald. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um menningu sem einhvern afmarkaðan kima í þjóðfélaginu. Án þess svo sem að hafa skilgreint hvað við meinum tölum við um listgreinar sem hafa verið "lærðar" sem menningu og lítum framhjá því að allt sem tilheyrir manninum er menning, einfaldlega vegna þess að menning er dregið af orðinu "menn" sem er jú fleirtalan af maður. Tek það fram til þess að forðast allan misskilning að konur eru líka menn - og oft drengir góðir. Þessari menningu skiptum við síðan í hámenningu og lágmenningu. Með nefið upp í loft teljum við okkur þess umkomin að leggja niður landamærin af hroka og einfeldningshætti. Það sem gerist í leikhúsunum er hámenning, það sem gerist í bíó er lágmenning. Það sem er íslenskt er "auðvitað" hámenning. Það er ekki hægt annað en velta þessu fyrir sér þegar lesinn er leiðari Morgunblaðsins mánudaginn 10. janúar. Þar er íslensku lekhúsi hrósað fyrir hámenningu, enda átta íslensk stykki á fjölunum - en kvikmyndahúsum úthúðað fyrir flatneskju - og að sjálfsögðu lágmenningu. Hver er skilgreining leiðarahöfundar á menningu, hámenningu og lágmenningu? Er allt gott sem tekst að klúðra upp í leikhúsunum? Þarf ekki að uppfylla neinar gæðakröfur í vali á verkefnum, listrænum tökum og vinnubrögðum? Er nóg að verkið sé íslenskt - eða eftir einhvern sem hefur verið hampað í útlöndum, hvort sem hann á það skilið eða ekki? Leiðaraskrifari kvartar líka sáran yfir því að kvikmyndir gömlu meistaranna skuli ekki vera sýndar hér, þótt þær séu sýndar í löndunum allt í kringum okkur? Um hvaða gömlu meistara er hann að tala? Þurfa kvikmyndir að vera eftir "gamla" meistara til að hljóta náð fyrir hans hámenningaraugum? Ef svo er gæti hann fengið sér digital-áskrift. MGM sýndi Cat on a Hot Tin Roof með Liz Taylor og Paul Newman síðastliðið sunnudagskvöld. TNT sýnir stundum myndir frá þögla tímanum. Hvað með íslenskar kvikmyndir? Eru þær allar hámenning eins og íslensku leikritin átta sem nú eru á fjölunum? Hefur aldrei verið nein flatneskja í þeim? Eða þurfa þær að hafa náð vissum aldri til þess að geta talist hámenning? Eru þá kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og Ágústs Guðmundssonar hámenning en aðrar ekki? Þeir eru jú hinir eiginlegu "gömlu meistarar" í íslenskri kvikmyndagerð vorra tíma. Eða getur Ósvaldur Knudsen einn fallið undir skilgreininguna? Annað sem kynni að vera forvitnilegt að fá svör við er hvort leiðaraskrifari hafi séð allar kvikmyndirnar sem eru í boði í kvikmyndahúsunum þessa dagana. Er það þess vegna sem hann er þess umkominn að kveða upp úr um að allt sem er í kvikmyndahúsunum sé flatneskjuleg lágmenning? Með fullri virðingu fyrir "hámenningunni" í íslensku leikhúsunum, verð ég að viðurkenna að mér finnst leikárið hafa verið leiðinlegt fram til þessa. Kannski eru leiðindi hámenning - hvur veit. Það er aðeins eitt stykki sem stendur upp úr enn sem komið er, Böndin á milli okkar, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Vel skrifað verk, vel leikið, afbragðs góð leikstjórn, leikmynd sem þjónar verkinu vel. Sum stóru stykkin hafa verið illa skrifuð (t.d. Norður), jafnvel útdrættir úr bókum (t.d. Híbýli vindanna) og leikararnir þvælast um vondar leikmyndir með innihaldslausan texta. Ofan á allt saman hafa þau verið allt of löng, svo löng að maður stynur sáran meðáhorfendum sínum til samlætis. Það gengur ekki að hámenning sé annað hvort eitthvað sem er í leikhúsi, helst íslenskt eða gamalt. Það má vel vera að margt og misjafnt komi úr bandarískum kvikmyndasmiðjum (nánast allar kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum í dag eru þaðan), enda framleiðslan óheyrileg. Engu að síður eru kvikmyndir menning Bandaríkjanna, rétt eins og bókmenntir eru (eða hafa verið) menning Íslendinga. Það þýðir ekki að við getum sett okkur á háan hest og afgreitt alla þá sköpun sem á sér stað í bandarískri kvikmyndagerð sem lágmenningu. Við getum ekki heldur haldið því fram að allt sem er íslenskt sé hámenning. Leiklist og kvikmyndagerð eru hlutfallslega ungar listgreinar hér á landi, einkum íslensk leikritun. Henni hefur ekki verið sinnt sem skyldi fram til þessa. Vissulega er fagnaðarefni að íslensk leikrit skuli vera á fjölunum, en gerum okkur grein fyrir því að íslensk leikritun er í þróun - svo mikið hefur hún verið vanrækt. Við skyldum varast að setja okkur á háan hest gagnvart þeim sem eiga mun lengri hefð, að ekki sé talað um afköst, í þessum greinum. Við hljótum að þurfa að miða skilgreiningar okkar á hámenningu og lágmenningu við eitthvð annað en frá hvaða landi stykkið kemur eða hvar það birtist. Það væri til dæmis allt í lagi að miða við það hvort framleiðslan er vel eða illa unnin - og hvort hún hefur eitthvert innihald. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun