Svefnleysi skerðir lífsgæði 13. október 2005 15:21 Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku. Heilsa Innlent Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku.
Heilsa Innlent Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira