Kosningin styrkir Samfylkinguna 15. janúar 2005 00:01 Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira