Kosningin styrkir Samfylkinguna 15. janúar 2005 00:01 Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira