

Áfram í Hvíta húsinu?
En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu.
Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika.
Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.
Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum?
Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn.
En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin.
Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni.
Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.
Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Skoðun

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar