Rannsaka erfðir á alkahólisma 18. janúar 2005 00:01 Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira