Segir árásir flokksfélaga grófar 23. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira