Pólitísk endalok Ingibjargar? 25. janúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira