Hollywood-kúrinn tekinn úr umferð 25. janúar 2005 00:01 Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum. Steinar B. Aðalbjörnsson, fagssviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimildina ekki hafa fengist þar sem of mikið af A-vítamíni séu í kúrnum. Mikil neysla á A-vítamíni geti valdið ógleði, höfuðverk og lifrarskemmdum. Hjá þunguðum konum geti of mikið A-vítamín valdið fósturskaða. Steinar segir Lýðheilsustöð hafa reiknað að dagleg neysla þeirra sem neyti kúrsins geti orðið allt að 5.000 míkrógrömmum sem sé 2.000 míkrógrömmum yfir hættumörkum. Hollywood-kúrinn var á 43 drykkja lista sem forsvarsmenn Ölgerðinnar Egils Skallagrímssonar bentu á að væru í verslunum án leyfis. Við stöðvun á dreifingu vítamínbætts Kristal plúss vildu þeir sýna það ójafnræði sem þeir segja að gæti milli íslenskra og erlendra neysluvara. Heilsa Innlent Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum. Steinar B. Aðalbjörnsson, fagssviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimildina ekki hafa fengist þar sem of mikið af A-vítamíni séu í kúrnum. Mikil neysla á A-vítamíni geti valdið ógleði, höfuðverk og lifrarskemmdum. Hjá þunguðum konum geti of mikið A-vítamín valdið fósturskaða. Steinar segir Lýðheilsustöð hafa reiknað að dagleg neysla þeirra sem neyti kúrsins geti orðið allt að 5.000 míkrógrömmum sem sé 2.000 míkrógrömmum yfir hættumörkum. Hollywood-kúrinn var á 43 drykkja lista sem forsvarsmenn Ölgerðinnar Egils Skallagrímssonar bentu á að væru í verslunum án leyfis. Við stöðvun á dreifingu vítamínbætts Kristal plúss vildu þeir sýna það ójafnræði sem þeir segja að gæti milli íslenskra og erlendra neysluvara.
Heilsa Innlent Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira