Sérdeild fyrir unga fanga 1. febrúar 2005 00:01 Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni." Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni."
Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira