Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu 2. febrúar 2005 00:01 Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira