Árni í formannsframboð? 3. febrúar 2005 00:01 MYND/HARI Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira