Könnunin skemmtilegt gisk 3. febrúar 2005 00:01 Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira