Sagði sig úr Samfylkingunni 3. febrúar 2005 00:01 Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. Eins og ítrekað hefur verið greint frá gerðust þau tíðindi á aðalfundi Freyju, félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku að Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, bar upp tillögu um nýskráningu 43 kvenna sem mættu á aðalfundinn. Aðalheiður var síðar kosin í stjórn félagsins ásamt tveimur þeirra sem komu á fundinn í hennar fylgdarliði. Hún hafnar því alfarið að þarna hafi hallarbylting átt sér stað. Aðalheiður sagði í þættinum Íslandi í dag í gær að hún hefði ekki starfað í pólitík í ein sjö ár en hún hefði verið í gamla Alþýðuflokknum. Síðustu beinu afskipti Aðalheiðar af stjórnmálum munu vera stjórnarseta í Sambandi ungra jafnaðarmanna en hún var kosin formaður þess í apríl 1998 til tveggja ára. Hún sat þó ekki tímabilið til enda. Um þátttöku sína í stjórnmálaflokkum sagði Aðalheiður í sama þætti að hún hefði ekki starfað í stjórnmálum síðan hún var skráð í Alþýðuflokkinn. Aðalheiður hefur verið skráð í Samfylkinguna um langt skeið og sagði sig fyrst úr þeim flokki sama dag og hún fór á aðalfund hjá framsóknarkonum í Kópavogi og var kjörin þar í stjórn. Í ljósi þess verður eftirfarandi yfirlýsing Aðalheiðar um stuðning sinn við Framsóknarflokkinn enn athyglisverðari. Í Íslandi í dag í gær sagði hún nefnilega að hún hefði starfað með „óformlegum hætti í Kópavogi“ með því að styðja Framsóknarflokkinn þar í síðustu þremur kosningum. Aðalheiður gerir þá athugasemd við þessa frétt að hún hafi talið sig vera að skrá sig af póstlista Samfylkingarinnar. Hún hafi aldrei skráð sig í Samfylkinguna en hafi hins vegar verið skráð í Alþýðuflokkinn á sínum tíma og starfað fyrir Reykjavíkurlistann. Fréttastofan hefur staðfestar upplýsingar um að Aðalheiður var skráður félagi í Samfylkingunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. Eins og ítrekað hefur verið greint frá gerðust þau tíðindi á aðalfundi Freyju, félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku að Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, bar upp tillögu um nýskráningu 43 kvenna sem mættu á aðalfundinn. Aðalheiður var síðar kosin í stjórn félagsins ásamt tveimur þeirra sem komu á fundinn í hennar fylgdarliði. Hún hafnar því alfarið að þarna hafi hallarbylting átt sér stað. Aðalheiður sagði í þættinum Íslandi í dag í gær að hún hefði ekki starfað í pólitík í ein sjö ár en hún hefði verið í gamla Alþýðuflokknum. Síðustu beinu afskipti Aðalheiðar af stjórnmálum munu vera stjórnarseta í Sambandi ungra jafnaðarmanna en hún var kosin formaður þess í apríl 1998 til tveggja ára. Hún sat þó ekki tímabilið til enda. Um þátttöku sína í stjórnmálaflokkum sagði Aðalheiður í sama þætti að hún hefði ekki starfað í stjórnmálum síðan hún var skráð í Alþýðuflokkinn. Aðalheiður hefur verið skráð í Samfylkinguna um langt skeið og sagði sig fyrst úr þeim flokki sama dag og hún fór á aðalfund hjá framsóknarkonum í Kópavogi og var kjörin þar í stjórn. Í ljósi þess verður eftirfarandi yfirlýsing Aðalheiðar um stuðning sinn við Framsóknarflokkinn enn athyglisverðari. Í Íslandi í dag í gær sagði hún nefnilega að hún hefði starfað með „óformlegum hætti í Kópavogi“ með því að styðja Framsóknarflokkinn þar í síðustu þremur kosningum. Aðalheiður gerir þá athugasemd við þessa frétt að hún hafi talið sig vera að skrá sig af póstlista Samfylkingarinnar. Hún hafi aldrei skráð sig í Samfylkinguna en hafi hins vegar verið skráð í Alþýðuflokkinn á sínum tíma og starfað fyrir Reykjavíkurlistann. Fréttastofan hefur staðfestar upplýsingar um að Aðalheiður var skráður félagi í Samfylkingunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira