Innanlandsflugið til Keflavíkur 3. febrúar 2005 00:01 Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent