Er ný tónlist einhvers virði? 13. október 2005 15:31 Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun