Lækkuð í tign vegna leðjuslags
Bandarísk herlögreglukona í Írak hefur verið lækkuð í tign eftir að hún tók þátt í leðjuslag í fangabúðum þar í landi. Hún þótti sýna ósæmilega hegðun og of mikið af líkama sínum. Engir írakskir fangar urðu vitni að leðjuslagnum.