Vinnan oft ágætis líkamsrækt 8. febrúar 2005 00:01 Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært." Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært."
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira